LÆKNIR VARAR VIÐ VERÐLAGI Á ÞINGVÖLLUM

    Sigrún á Þingvöllum.

    Sigrún Kristjánsdóttir læknir á Landspítalanum sér ástæðu til að vara við verðlagi á Þingvöllum:

    “Fór inn í búðina fyrir ofan Almannagjá og keypti fyrir rúmlega 7.000 krónur. Þegar ég kom út, þá kom á daginn að ég þurfti að greiða 750 krónur fyrir að leggja fyrir utan. Er búin að hafa sambandið við Þjóðgarðinn og bíð eftir svari. Mér sýndist sem svo að það séu bara stóru bílastæðin næst Almannagja og Öxarárfoss sem rukka. Það er mikið af minni bílastæðum á víð og dreif um Þingvöll sem ekkert kostar í. Mörg hver ansi nálægt gjánni, þannig að ég mæli með að fólk leggi frekar þar.”

    Næg bílastæði – 750 kr. stk.
    Auglýsing