LÆKNAR VÍKJA FYRIR MATARTORGI Í KRINGLUNNI

    Læknastofur, snyrtingar og verslanir sem verið hafa á þriðju hæð Kringlunnar munu víkja fyrir nýju matartorgi. Fasteignafélagið Reitir hefur sótt um leyfi til breytinga á hæðinni í þessu skyni:

    “Sótt er um leyfi til að innrétta nýtt matartorg með 9 einingum, allar í flokki II, teg. c, þar sem áður voru verslanir, læknastofur og snyrtingar á 3. hæð í mhl. 03 í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna. Erindi fylgir yfirlit breytinga og greinargerð um brunavarnir frá Verkís dags. 6. október 2021. Gjald kr. 12.100. Frestað. Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.”

    Auglýsing