KYNLÍFSVINNA Í LOK MÁNAÐAR

    “Kona er heimilislaus, hún hefur lent í mörgum áföllum og notar morfín nokkrum sinnum yfir daginn til að flýja tilfinningar frá áfallinu. Hún notar contalgin, conta kostar 10-12 þús kr stk. Allur peningurinn hennar fer í að fjármagna neysluna,”segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir sem unnið hefur á Konukoti og séð þar og reynt ýmislegt:

    “Í lok mánaðar neyðist hún að fara í kynlífsvinnu. Hún fer í klukkutíma kynlifsvinnu og fær t.d 2 conta töflur fyrir. Hún finnur sér stað úti til að cooka töflurnar og til að nota í æð. Í miðjum undirbúningi kemur löggan að henni. Löggan tekur töflurnar af henni sem hún var nýbúin að vinna sér inn. Hún handtekin og svo fær hún kæru á sig. Hún kemur út af löggustöðinni. Komin í ógeðsleg fráhvörf ennþá með sársauka tilfinningar og þarf að finna sér annan kúnna sem vill kaupa kynlíf af henni fyrir conta. Bara svo það sé 100% á hreinu þá er ég ekki að gagnrýna lögregluna. Ég er að gagnrýna það að fólk á Alþingi ákveður að hugsa frekar um rassgatið á sér en einstaklinga sem eru í jaðarsettasta hópi í samfélaginu og ákveða að halda áfram að refsa þeim og ýta þeim lengra út á jaðarinn.”

    Auglýsing