KYNJAMISMUNUN Í HAFNARFIRÐI

    Í Hafnarfirði eru hænur leyfðar en ekki hanar sem hlýtur að vera kynjamismunun. Af því tilefni barst þessi póstur:

    Hænurnar hennar Tótu sem hafa gert sig heimakomnar í sundlaugargarðinn við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði eru landsfrægar. Á dögunum var Philip Vogler frá Egilsstöðum í heimsókn í lauginni og kom ekki auga á hænurnar. Hann gafst upp á leitinni en þá benti kona í rauðum sundbol honum á hænu í skjóli við rennibrautina og þá varð til ferskeytla:

    Hænu að ganga er gott að sjá
    er gái yfir bakka,
    grasi og trjám að gogga hjá,
    gleðja mig og krakka.

    Auglýsing