KVÓTAERFINGI FÆR AÐ BYGGJA OFAN Á NINGS

Magnús hafði sitt í gegn á Suðurlandsbraut.

Magnús Soffaníasson athafnamaður vill stækka miðhlutann á Suðurlandsbraut 6 en ósk hans þar að lútandi var synjað fyrir fimm árum. Magnús, sem er kvótaerfingi úr Grundarfirði og skattakóngur um hríð, vill byggja þrjár hæðir ofan á Suðurlandsbraut 6 þar sem veitingastaðurinn Nings hefur verið á jarðhæð frá stofnun og er húsið því orðið eitt helsta kennileitið á Suðurlandsbraut ef Hótel Esja, sem nú heitir Hilton, er frátalin.

Nú hefur umsókn Magnúsar verið samþykkt en hafði verið synjað – sjá hér. Kerfisbréfið sem gengið var frá í vikunni:

“Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. september 2021 var lögð fram fyrirspurn Sævars Geirssonar f.h. Magnúsar Soffaníassonar dags. 20. ágúst 2021 um að gera fimm nýjar íbúðir í húsinu á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut, hækka húsið um þrjár hæðir, setja nýjar svalir á 3., 4., 5., og 6. hæð, setja lyftuhús norðan við húsið Suðurlandsbrautarmegin og setja flatt þak á húsið skv. tillögu verkfræðistofunnar Hamraborg dags. 20. ágúst 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. september 2021. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. september 2021: Samþykkt.”

Auglýsing