Úr bakherbergjum Ráðhússins berast þær fréttir að ráðist verði í gífurlegar hagræðingar og sparnaðaraðgerðir fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og uppsagnir verði talsverðar í borgarkerfi Reykjavíkur. Öllum steinum velt við með tilheyrandi þjónustuskerðingu.
Samkvæmt sömu heimildum er rætt um að færa opnunartíma sundlauganna í Reykjavík í gamalt form, loka klukkan 20:00 í stað 22:00 með undantekningu fyrir sundlaugar þar sem World Class samnýtir aðstöðu. Í þeim efnum sé horft til þess að gera sérinngang fyrir World Class svo stytting opnunartímans bitni ekki á starfsemi fyrirtækisins.