Það gengur á ýmsu í kosningabaráttu Sigga Storms fyrir Miðflokkinn í Hafnarfirði þar sem hann er í odddvitasætinu.
Sonur hans er að útskrifasst úr MH á kjördag og er því í nógu að snúast við undirbúning stúdentsveislunnar og tilheyrandi. En ekki nóg með það:
“Til að kóróna allt saman kviknaði í íbúðinni okkar fyrir rúmri viku síðan og slökkvilið og lögregla mættu á staðinn. Reykræsta þurfti íbúðina og síðustu daga hefur fjöldinn allur komið að því að reyna að koma þessu í samt lag. Hreingerningafólk, píparar, smiðir og málarar hafa verið að störfum alla daga síðan. Eldurinn kviknaði í herbergi miðstráksins, sem var nýbúinn að þrífa hátt og lágt hjá sér herbergið og kveikti í tilefni af því á ilmkerti og því fór sem fór. En við erum öll heil og stúdentsveislan verður daginn eftir kjördag ef ekkert óvænt kemur uppá,” segir Siggi Stormur.