KVENNAMAÐURINN (92)

Franski kvikmyndaleikstjórinn Roger Vadim (1928-2000) hefði orðið 92 ára nú um helgina. Þekktur fyrir kvikmyndir með erótískum blæ eins og And God Created Woman, Barbarella og Pretty Maids All in a Row. Þekktari er hann þó fyrir að hafa verið kvæntur bæði Brigitte Bardot og Jane Fonda og eru þá aðeins tvær af eiginkonum hans upptaldar. Þá bjó hann með Catherine Deneuve þegar hún var enn á táningsaldri. Hér er Brigitte Bardot í góðri sveiflu á þeim tíma sem hún var gift franska kvennaljómanum:

Auglýsing