KÚMENKAFFI Á HAFSJÓ

Byggðasafn Árnesinga hélt í vor og sumar listahátíðina Hafsjó. Safnið kveður hina viðamiklu listasýningu Hafsjó – Oceanus nú um helgina með örlitlum töfrum. Á laugardag verður gestum boðið í kúmenkaffi inni í borðstofu Hússins í samveru með listaverki Hafdísar Brands „Teboð“ og á sunnudag verður kóresk listasmiðja opin fyrir gesti.  Listamaðurinn Sung Baeg frá Suður Kóreu kenndi gestum í sumar að þrykkja með bleki og áfram með það.

Listasýningin Hafsjór – Oceanus er afrakstur vinnu þeirra 20 listamanna sem tóku þátt í samnefndri listahátíð  í sumar. Sýningarstjóri er listakonan Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir og listafólkið kom frá Nepal, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Mauritius, Indlandi, Litháen, Póllandi, Frakklandi og Íslandi.  Sýningin teygir sig um öll húsakynni byggðasafnsins og umhverfi þess og er sjón sögu ríkari.

Allir velkomnir. Safnið verður opið um helgina kl. 13 – 17 og aðgangur ókeypis.

Auglýsing