KRÚTTLEGT ELLIHEIMILI

    “Sú sem öllu ræður á Vestó hefur gengið mjög hart eftir að Covid-reglum sínum og Þórólfs sé fylgt út í æsar. Undantekning fékkst loks í síðustu viku þegar húsbóndi fékk að bjóða nokkrum vinum úr pólitískri fortíð í kjötsúpu og síðan hasarmynd af Netflix með ókjör poppkorns,” segir Össur Skarphéðinsson fyrrum súpestjarna íslenskra stjórnmála. En svo kom frúin heim:

    “Gestum var dreift með “social distance” um stofuna á hægindastóla, sófa og legubekki. Hinn góði doktor var af bæ en þegar hún kom heim og sá aldna pólitíska reynslubolta einsog hráviði um stofuna undir teppum varð henni að orði: “Þetta er einsog krúttlegt elliheimili!”

    Auglýsing
    Deila
    Fyrri greinVALKYRJU AFLÝST
    Næsta greinPIPPA FUNDIN!