KRUMMAR STRÍÐA HUNDI Í VÍK

    Birna í Vík.

    Krummar hafa yndi af að stríða hundum eins og þessi tveir í Vík í Mýrdal sem plötuðu þennan upp á þak og flugu svo krunkandi glaðir á brott loks þegar hundurinn náði upp. Birna Viðarsdóttir í Vík fylgdist með en hún er snjallasti ljósmyndarinn í plássinu.

    Fleiri kunna sögur af krumma og hundum. Ari Agnarsson er einn þeirra:

    “Hrafnar á Hornbjargi létu hundinn iðulega elta. Þeir flugu þá til sjávar og hundurinn á eftir. Það varð hundi til lífs að hann hljóp á girðinguna í látunum. Hrafnarnir reyndu semsagt að láta voffa hlaupa fyrir björg, til þess að geta síðan gætt sér á honum.”

    Auglýsing