HETJUTENÓR HLERAÐUR Í HÖRPU

  Lesendabréf:

  Kristján Jóhannsson stórtenór var með hátíðartónleika í Hörpu í gærkvöldi. Nóg virtist til af lausum miðum, enda ekki beinlínis söngvarinn sem fólk flykkist um nú á dögum vegna ummæla hans síðustu ár. Greinlegt var hins vegar að boðsgestir voru margir.

  Ljósin voru kveikt alla tónleikana en í hléi afsakaði kynnirinn vandræðalega að ekki væri hægt að slökkva þau af því að tónleikarnir væru teknir upp fyrir RÚV.

  Í ljósi kvartana um að bannað hafi verið að taka upp samtöl á Klausturbarnum án leyfis þeirra sem í hlut áttu, velti ég því fyrir mér hvort þetta hafi verið leyfilegt?

  Það kann að vera en enginn spurði. Er þetta efni til umfjöllunar eða er ég alveg að missa mig í ömurlegheitum vikunnar? Eitt brot réttlætir heldur ekki annað.

  Auglýsing