KRAFTLYFTINGAKONA KLÓRAR SÉR Í HAUSNUM

    Hulda í ham.

    Hulda Benediktsdóttir Waage kraftlyftingakona frá Akureyri, margfaldur Íslandsmethafi í kraftlyftingum, kjörin íþróttamaður Akureyrar 2018 og Kraftlyftingarkona ársins á erfitt með að fóta sig í ferðaskipulagningu á mót erlendis á covidtímum:

    “Okei, ég þarf að komast til Stavanger að keppa, sem er bara í Noregi. Að komast þangað er ekki bara eitt flug og ekkert mál eins og ég hélt. Þetta er við hliðin á okkur sko! Ég veit ekkert hvernig við gerum þetta. Það kemur í ljós. Ofan á þetta er spurning að fara á Evrópumeistaramót í bekkpressu í Ekatarinu í Rússlandi 2 vikum seinna. Ég klóra mér í hausnum og hugsa, bíddu, hvernig er þetta með covid, sóttkví og allt það  Hvernig meikar fólk að ferðast þegar það er ekki bara bóka flug á stað, vera á stað og komast öruggt til baka?”

    Auglýsing