KRAFTAVERK Í KRÓNUNNI

    "Hjá mjólkurkælunum fann ég að slegið var á rassinn á mér..."

    “Ég fór í Krónuna á Granda eftir vinnu í dag. Hjá mjólkurkælunum fann ég að slegið var á rassinn á mér. Ég sneri mér við, tilbúin að taka slaginn við enn eitt ógeðið. Sá ekkert,” segir Helga Gestsdóttir of þá gerðist þetta:

    “Leit niður og þar blöstu við mér brúnustu og opnustu augu sem ég hef séð. Lítil stelpa horfði á mig, benti á litlu kerruna sína og sagði að við værum alveg eins. Fór svo að sýna mér allt sem var í kerrunni sinni. Ég brosti alla leiðina heim. Þessi litla stelpa gerði daginn minn 100000000x betri og hún veit það ekki einu sinni.”

    Auglýsing