KRABBAKLÚÐUR DAUÐANS

  Umhyggja heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Ég hef alltaf litið á Krabbameinsfélagið sem baráttufélag. Sem slíkt taldi ég að það temdi sér vönduð vinnubrögð og tilgangur þess og tilvistarréttur byggðist á því.

  Steini pípari

  Það eru fleiri en ég sem hafa treyst félaginu, því mikill hluti af rekstrarfé þess er kominn frá almenningi í formi styrkja eða happdrættiskaupa. Nú er annað komið í ljós. Fólk er að deyja af því að þar hafa ekki verið nægjanlegt gæðaeftirlit. Líf fólks var sett í hendur eins starfsmanns án eftirlits.

  Nú hafa menn sem þekkja reksturinn stigið fram sýnt afrit af bréfum og skýrslum þar sem varað var við slælegum vinnubrögðum við skimun. Ekki nóg með það heldur er fullyrt að fjármunir sem gefnir voru í ákveðnum tilgangi hafi verið notaðir í annað.

  Það heyrir undir landlækni að skoða þetta mál og ef allt reynist satt sem sagt er þá sé ég ekkert annað en að það fari fram sakamálarannsókn á starfseminni. Stjórnendur félagsins hafa svikið eigendur þess, þeir hafa vanrækt skyldu sína að hafa með höndum vönduð vinnubrögð og eru svo lágkúrulegir að kenna einum veikum starfsmanni um glæpinn. Ekki var það þeim starfsmanni að kenna að gjafafé hafi verið rænt í önnur verkefni. Þegar bílstjóri ekur of hratt og veldur dauðsfalli er hann dæmdur í fangelsi. Hvað margir stjórnendur bera ábyrgð í þessu máli?

  Auglýsing