KOSTAR “KÚK OG KANIL” AÐ BORÐA Í PÓLLANDI

    Fréttaritari á faraldsfæti:

    “Það kostar kúk og kanil að borða á góðum veitingastaði í Póllandi,” segir Íslenskur maður sem í síðustu viku borðaði á einum flottasta veitingastaðnum í Póllandi.

    “Við pöntuðum okkur forrétt, aðalrétt og eftirrétt auk þess fengum við okkur vín með matnum og eftir matinn og vorum með þjón við borðið tilbúinn að þjónusta okkur hægri vinstri. Allt þetta kostaði  6.500 krónur á mann sem er alveg hlægilegt.” 

    Pólskur þjónn réði sig í byrjun ársins sem þjónn i Vík í Mýrdal. Hann sagði á leiðinni til Víkur að hann hefði fimm sinnum hærri laun á Íslandi en í Pólland þess vegna væri svona dýrt að borða á Íslandi. Launin svo há. Í Gdansk er hægt að fá anda – eða laxarétt með gulli fyrir 1.800 krónur íslenskar. 

    Auglýsing