KOLÓLÖGLEG SÓTTKVÍ

  Það hvorki gengur né rekur og sumarið er að koma - heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini skoðar myndavélina.

  Ég, þið og Þórólfur, öll verðum við að fara að lögum. Varðandi vistun ferðamanna sem koma erlendis frá ákveðnum svæðum ber samkvæmt tilskipun að dvelja 5 daga á ákveðnu hóteli eða sóttvarnarhúsi. Til að þessi tilskipun sé lögleg er hægt að framkvæma hana á tvo vegu. Í fyrsta lagi að Heilbrigðisráðherra lýsi yfir í neyðarlögum vegna veirunnar. Í öðru lagi, stjórnvöld geta svipt einstaklinga frelsi og sett í sóttkví, en gera þarf honum tafarlausa grein fyrir ástæðum þess og veita honum leiðbeiningar um rétt hans til að bera ákvörðunina undir dómara.

  Þessar tvær leiðir hafa ekki verið valdar. Þess vegna er þessi sóttkví  kolólögleg.

  Þórólfur sagði í samtali að það væri ekki hans að taka afstöðu til þess hvort lög nái utan um úrræðið. „Það er ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins sem setur þessar reglugerðir og ber ábyrgð á því að allt sé innan ramma laganna.“

  Reglugerðin kveður hins vegar á um að sóttvarnarlæknir þurfi að fylgja ákveðnu verkferli á framkvæmd og setningu laganna. Vandaður sóttvarnarlæknir leggur ekki til tillögur sem brjóta lög og reglur, sem hann gerði reyndar ekki í þessu tilviki.

  En framkvæmdin var handvömm og hver ætlar að axla ábyrgðina?

  Auglýsing