KOLBRÚN Í SJOKKI Á LAUGAVEGI

“Ég lenti i áfalli i dag. Þar sem eg er að ganga niður Laugaveginn þá verð ég vitni að þvi að einum metra fyrir aftan mig heyri eg rosalegan dynk á og hugsaði a sekúndubroti: Guð minn eini, féll einhver ur byggingunni. Lít við og blasir þá við skelfilega sorgleg sjón. Þar liggur Husky hundur sem hafði fallið eða verið hent ofan af fimmtu hæð i húsi við Laugaveg. Ég hringi í 112, svarið var að eigandinn þarf að fara með hundinn a dýraspitala. Þá missti eg mig og skipaði þeim að koma þar sem hundurinn var i alvarlegu ástandi. Þeir komu eftir 10 mínútur, tóku hundinn og fóru með hann á dyraspitala. Er enn í sjokki.”
Auglýsing