KOKKUR OG ATLANTSOLÍA GLÍMA VIÐ VINSÆLDIR Á MATSTÖÐINNI

  “Það er svo mikið að gera að ég verð að stækka,” segir Brynjólfur kokkur á Matstöðinni á Kársnesbraut í Kópavogi sem rekið hefur veitingasölu með heimilismat í gamalli bensínstöð í eigu Atlantsolíu í nokkur ár og þangað liggur straumurinn í hádeginu og kvöldin. Alltaf stútfullt.

  En boltinn er hjá Atlantsolíu og þar er Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri:

  “Þetta er snúið mál, bæði hvað varðar nágranna og svo eru takmörk fyrir hvaða framkvæmdir má vera með á bensínstöðvum. Þetta er lítil lóð. En vissulega er þarna starfsemi sem fólk er ánægt með og það er gott. Við höfum rætt þetta fram og tilbaka en sjáum ekki hvernig stækkun þarna fer saman við starfsemi okkar sem er að selja eldsneyti.”

  Á meðan reynir Brynjólfur kokkur að leysa vandann og mæta vinsældunum með því að leggja stórum húsbíl við innganginn þar sem gestir geta setið og snætt með útsýni yfir til Bessastaða.

  Í dag sló hakkeböff með spældu eggi og piparsósu algerlega í gegn og hafði starfsfólk ekki undan – 1.800 krónur ef þú ert með klippikort.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…