HNEYKSLI Í COSTCO

  Neytendaeftirlitið sendir skeyti:

  Rassar um allt land hafa verið að finna fyrir því að Kirkland klósettpappírinn úr Costco er eitthvað breyttur. Ekki alveg jafn mjúkur og meðfærilegur og áður. Aðeins harkalegri við við notkun. Samt eru umbúðirnar nákvæmlega þær sömu og áður og því ætti þetta að vera sama varan.

  Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að það er kominn lakari klósettpappír í umbúðirnar. Það fer ekkert á milli mála þegar sá gamli góði er borinn saman við þann nýja. Sá nýi er harðari viðkomu. Sjáanlegur munur er ef þessar tvær útgáfur af pappír eru notaðar til að þurrka sér um hendurnar. Gamli pappírinn molnar frekar og slitrur úr honum loða við blautar hendurnar. Nýi pappírinn loðir ekki við hendurnar, ekki frekar en eldhúsbréf.

  Frekari samanburðarrannsóknir sýna að pappírsmunstrið er ekki það sama. Það tekur af allan vafa um að þetta er ekki sami pappírinn. En seldur sem slíkur.

  En hvers vegna tekur Costco upp á því að setja lakari pappír í sömu umbúðir og áður? Er þetta ekki óþarfa áhætta sem fyrirtækið tekur? Klósettpappírinn í Costco er nefnilega eitt helsta aðdráttaraflið að búðinni – hagstætt verð og gæði laða að viðskiptavini. En með því að rýra gæði pappírsins hættir Costco á að kúnnarnir snúi afturendanum í búðina.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinMYGLA Í MOSÓ
  Næsta greinSAGT ER…