Salernið í Mathöllinni á Hlemmi er nú opið almenningi eftir ýmsar tilraunir til að stýra óviðkomandi frá.
Fyrst var reynt að selja inn en gekk ekki.
Þá voru lyklar afhentir gestum veitingastaðanna sem þurftu á að halda en það var vesen.
Þá var bara tekið úr lás og salernin eru nú galopin öllum – skínandi hrein og fín.