Sú var tíðin að Torfi heitinn Geirmundsson bauð upp á ódýrustu klippinguna í bænum á Hlemmi og dóttir hans heldur uppi merkinu – 3.900 krónur.
Spánverjar toppa hann hinsvegar með klippingu á 10 evrur eða 1.300 krónur og þeir bjóða upp á tattú á efri hæðinni, romm og kóla eða bjór með klippingunni og svo þegar verkinu er lokið spyr rakarinn:
“Viltu smók,” og réttir fram jónu.
“Nei, ég er hættur,” svarar viðskiptavinurinn ánægður með afgreiðsluna.