KJERÚLFAR DEILA Í MOGGANUM

  Þetta lesendabréf birtist í Morgunblaðinu 18. maí 1944 í framhaldi af grein sem Eiríkur Kjerúlf læknir hafði birt þar sem hann taldi sig eiga nafnið og aðrir mættu ekki bera. Var honum þá svarað af alnafna sínum og frænda:

  Svar til Eiríks Kjerúlfs læknis
  Kæri frændi!
  Jeg býst við því, að það sje
  jeg, sem þú átt við, þar sem þú
  segir í grein þinni í Mbl. að
  einhver maður, sem heitir Eiríkur,
  nefni sig Kjerúlf, og þú
  álítur að hann hafi stolið nafninu.
  Veit jeg ekki til þess, að
  sje um neina aðra Eiríka að
  ræða hjer, en mig og þig í
  Reykjavík, sem bera ættarnafnið
  Kjerúlf. Jeg veit um tvo aðra
  Eiríka, sem eiga Kjerúlfs nafnið
  alveg eins og við. Þeir eiga
  báðir heima austur á Fljótsdalshjeraði
  og eru auðvitað ná-
  frændur okkar. Jeg fjekk þetta
  ættarnafn um leið og jeg kom í
  þenna synduga heim, alveg eins
  og þú, og síðan eru nú rúmt
  41 ár.
  Faðir minn heitir Jörgen og
  er Kjerúlf. Faðir hans hjet
  Eiríkur Kjerúlf, bróðir Þorvarðar
  Kjerúlfs læknis og Þorvarður
  var faðir Eiríks Kjerúlfs
  læknis, Faðir Þorvarðar
  læknis og Eiríks hje Andrjes
  Kjerúlf, og þá er maður nú
  kominn að ættföðurnum að þess
  ari Kjerúlfsætt hjer á landi, en
  það var Jörgen Kjerúlf læknir,
  sem var Norðmaður, bróðir
  Halfdan Kjerúlf tónskálds.
  Svo læt jeg þetta nægja, og
  vona að þjer sje nú ljóst,
  hvernig stendur á þessu Kjerúlfs-nafni
  mínu, og að það sje
  ekki illa fengið frekar en þitt.
  Og aö síðustu þetta: Við Kjerúlfar,
  sem komnir erum í beinan
  karllegg frá Jörgen Kjerúlf
  lækni, eigum sama rjett til
  þessa ætlarnafns.
  Með virðingu. Þinn einlægur
  frændi.
  Eiríkur J. Kjerúlf.

  Auglýsing