Fjórir GAP ehf hefur sótt um leyfi borgaryfirvalda til að breyta Skipholti 1 í íbúðir en áður hafði verið sótt um leyfi fyrir hóteli á sama stað með 84 herbergjum auk þess sem einni hæð yrði bætt ofan á húsið. Eigandi hússins er Kjartan Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Athygli vekur að það er Ásdís Halla Bragadóttir fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ sem sendir inn fyrirspurn með umsókn vegna þessara breytinga fyrir hönd félags Kjartans:
“Skipholt 1, (fsp) gera íbúðir í stað hótels. Lögð fram fyrirspurn Ásdísar Höllu Bragadóttur, dags. 29. júlí 2020, um að gera íbúðir í húsinu á lóð nr. 1 við Skipholt í stað hótels. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020 samþykkt.”
Myndlista- og handíðaskólinn var áður til húsa í Skipholti 1 og seinna Listaháskóli Íslands.