KISTULAGNING DUGÐI EKKI ICELANDAIR

    “Hringdi í Icelandair til að fá að breyta flugmiða þar sem faðir varð bráðkvaddur fyrir stuttu og ég átti flug til London sama dag og kistulagningin verður,” segir Una Björg Einarsdóttir verkefnastjóri sem gekk bónleið til búðar með tilheyrandi kostnaði:

    “Fékk engan skilning á aðstæðum og þurfti að borga 34.000 krónur fyrir breytinguna og fékk að vita að ef ég breytti ekki miðanum hjá þeim og pantaði hjá öðru flugfélagi þá félli flugferðin heim niður hjá Icelandair. Takk Icelandair. Þetta var akkurat það sem ég þurfti á að halda núna.”

    Auglýsing