Sex manns á vegum Biskupsstofu hafa nú haldið til Krakár í Póllandi og verða þar sex daga. Erindið er Heimsþing Lúthersku kirkjunnar en þá samkomu heiðra Íslendingar jafnan.
Biskup fer fremst fyrir fríðu föruneyti og með henni sem fyrr, annar biskup, vígslubiskupinn fyrrverandi í Skálholti, Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sem hætt er störfum en starfar sem hálfdrættingur hjá biskupi við tilfallandi snúninga.
Ferðin er sögð vera liður í hagræðingarátaki kirkjunnar.