KÍNVERJAR SELJA VÍÐIMELINN – 300 MILLJÓNIR

    Kínverska sendiráðið hefur sett fyrrum sendiráðsbyggingu sína á Víðimel á sölu en húsið hefur staðið autt og óupphitað í sex ár eftir að sendiráðið flutti allt sitt í stórhýsi í Borgartúni.

    “Það hefur mikið verið hringt og skeytasendingar þannig að áhuginn er mikill,” segir Jón Rafn Valdimarsson fasteignasali sem sér um söluna. Hann slær á að 250-300 milljónir fáist fyrir húsið sem er 725 fermetrar með 19 herbergjum, 5 baðherbergjum, 11 svefnherbergjum, mörgum inngöngum og bílskúr.

    Húsið var teiknað af Einari Sveinssyni arkitekt og upphaflega með fimm íbúðum; tvær stórar sérhæðir, tvær íbúðir í kjallara og ein í risi.

    “Húsið má muna sinn fífil fegurri en hefur alla burði til að verða eitt glæsilegasta íbúðarhús Reykjavíkur,” segir fasteignasalinn sem stefnir að því að sýna herlegheitin á næstu dögum.

    Auglýsing