“Ég er miður mín. Keyrði á kött sem einhver annar var mögulega búinn að keyra á líka,” segir Selma Dís en slysið varð á Drottningarbraut á Akureyri þar sem Selma býr.
“Sneri strax við til að athuga með hann og hringdi í neyðarsíma dýralæknis en kisa lést á leiðinni og ég mætti grátbólgin með hana í fanginu. Gerði allt sem ég gat en fannst það samt ekki nóg.”