KEYPTI HÚS ÖMMU SINNAR

    Máni Hrafnsson hefur keypt hús ömmu sinnar, Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur, á Drafnarstíg í vesturbæ Reykjavíkur.

    Máni er sonur Hrafns Jökulssonar, sonar Jóhönnu, og Elísabetar Ronaldsdóttur sem getið hefur sér gott orð fyrir kvikmyndaklippingar og er þar í heimsklassa. Máni hefur einnig verið í kvikmyndabransanum og starfað meðal annars hjá Rvk. Studios, True Nort og Gener8 Digital Media Corp.

    Húsið við Drafnarstíg stendur á friðsælum stað, grænmálað og gott og þar bjó Jóhanna Kristjónsdóttir um áratugaskeið, sannkallað fjölskylduhús sem nú helst í ættinni eftir hennar daga þegar Máni, sonarsonur hennar, flytur inn.

    mynd / elísabet jökulsdóttir
    Auglýsing
    Deila
    Fyrri greinSAGT ER…
    Næsta greinSAGT ER…