KERFIÐ KREFUR VEGANBÚÐINA UM LAUSNARGJALD – 400.000

    "... að ég greiði innlendu einkafyrirtæki 400.000 krónur fyrir vottun sem leyfir mér að viðhalda innflutningi á þegar vottuðum vörum."

    “Til að ég geti haldið áfram að flytja inn og selja lífrænar matvörur frá Englandi gera íslensk yfirvöld þá kröfu að ég greiði innlendu einkafyrirtæki 400.000 krónur fyrir vottun sem leyfir mér að viðhalda innflutningi á þegar vottuðum vörum,” segir Sæunn Marinós eigandi Veganbúaðarinnar.

    “Mér er hinsvegar heimilt að flytja inn aðra matvöru, ekki lífrænt vottaða, að vild – án sérstaks lausnargjalds. Skekkjan sem þetta veldur á samkeppnishæfi lífrænnar matvöru er alvarleg og skaðleg fyrir bæði neytendur og náttúruna. Samkeppnishamlandi áhrifin eru svakaleg. Fyrirtæki sem stunda lífrænan innflutning eru oft minni og yngri. Samkeppnishæfni seljenda lífrænna matvæla er oft minni til að byrja með, og ekki á það bætandi. Tala nú ekki um hvað þetta gerir nýjum aðilum erfiðara að hefja rekstur Síðast en ekki síst má nefna að skörun á milli lífrænnar og vegan framleiðslu og vöruþróunar er mikil. Þessi krafa bitnar því m.a. harkalega á mínu fyrirtæki sem flytur eingöngu inn vegan vörur og rekur matvöruverslun í hörðu samkeppnisumhverfi umkringd risum á markaði.

    Varan er almennt með evrópskri lífrænni vottun sem er jafngild hvort sem hún er á UK framleiðsluvöru eða með sama stimpli frá öðru landi. UK og ESB eru með samkomulag um að lífræn vottun sé tekin gild í báðar áttir en samt þarf núna vottun innflytjanda til að votta vottunina.”

    Auglýsing