KATRÍN Í SORPU

    Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var mætt seinnipart fyrsta sunnudags í aðventu í Sorpu á Granda með sitt af hverju tagi í endurvinnsluna. Hún sást skutla poka inn í fatagám Rauða krossins og skjótast upp á rampinn með pappakassa og fleira.

    Það segir sitt um hæfileika Katrínar að meira að segja Davíð Oddsson getur ekki stillt sig. Í nýjasta Reykjavíkurbréfi Moggans segir hann: “Forsætisráðherra núverandi stjórnar hefur sýnt að hún er laginn og virkur stjórnmálamaður sem nýtur vinsælda, sem skilar sér þó ekki í fylgi flokks hennar.”

    Auglýsing