KARIUS VILL BREYTA TANNLÆKNASTOFU Í ÞRJÁR ÍBÚÐIR

Elín og eignin á Grensásvegi.

Elín Sigurgeirsdóttir fyrrum formaður Tannlæknafélags Íslands og eigandi eignarhaldsfélagsins Karius hefur sótt um að breyta annari hæð á Grensásvegi 48, þar sem áður var tannlæknastofa, í þrjár litlar íbúðir. Eignin er rúmir 250 fermetrar:

“Grensásvegur 48 – (fsp) breyting á notkun á 2. hæð – Lögð fram fyrirspurn Karius ehf., dags. 7. mars 2023, ásamt bréfi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 7. mars 2023, um að gera þrjár litlar íbúðir í atvinnurými á 2. hæð hússins á lóð nr. 48 við Grensásveg.”

Auglýsing