KÁRI KEMUR FACEBOOK Í UPPNÁM MEÐ MYND OG VÍSU

  Myndin af Kára sem olli ugg.
  Angist greip um sig á Facebook vegna myndbirtingar Kára Stefánssonar og vísu sem hann lét með fylgja. Óttuðust sumir að Kári væri svo gott sem allur:
  Hér ég andann dáðlaus dreg
  dapurt að heyra
  illt er að vera aðeins ég
  og ekkert meira.
  Kári skynjaði netóttann og róaði aðdáendur sína:
  “Það gætir nokkurs misskilnings í viðbrögðum við mynd og vísu sem ég setti inn á síðuna mína áðan. Í fyrsta lagi er ég ekki lasinn heldur einfaldlega frekar óásjálegur og hef ekki fríkkað með aldrinum. Í annan stað lýsir vísan ekki þunglyndi heldur innsæi. Ég sé mig því tilneyddan til þess að leiðrétta þetta með annarri vísu”:
  Gamall kátur karl ég er
  kenni ég engrar fýlu
  hvert sem með mig ferðin fer
  fagna ég hverri mílu.
  Auglýsing