KANN KATRÍN EKKI Á KLUKKU?

  Úr heita pottinum:

  Í lok síðasta árs sagði forsætisráðherra eftirfarandi í áramótavarpi sínu.

  ,,Þá er löngu orðið tímabært að sett verði auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem festir í sessi með formlegum hætti þann rétt sem þjóðin hefur á auðlindum sínum. Hvað varðar þau fyrirtæki sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar þá munu stjórnvöld gera skýrari kröfur um gagnsæi og upplýsingagjöf þessara fyrirtækja og sú krafa er ófrávíkjanleg að farið sé að reglum í hvívetna, bæði hér heima og erlendis. Heiðarlegir viðskiptahættir munu þegar upp er staðið skila atvinnulífinu og samfélaginu bestum lífskjörum til langs tíma og eiga að vera sameiginlegt markmið okkar allra“.

  Ekkert gerst síðan þótt afnotaréttur á kvóta hafa nú erfst á milli kynslóða, mörgum til mikillar hrellingar.

  Í nýlegu viðtali sagði Katrín að mikilvægt væri að festa auðlindaákvæði í stjórnarskrá og hún hafi sett það mál í forgang. Eftir hverju er hún að bíða ef þetta var orðið löngu tímabært fyrir ári síðan?

  Auglýsing