KAMBÖND Í HVALFIRÐI

Viðar.

Það hafðist loks að ná nothæfri mynd af Kamböndinni í Hvalfirðinum eftir nokkrar ferðir þangað,” segir Viðar Sigurðsson, naskur ljósmyndari.

“Var reyndar búinn að sjá þær áður, þá voru þær fulllangt út á Botnsvoginum til að eiga séns á að ná nothæfum myndum. Ekki það að það hefði verið gott ef linsan hefði verið 200-300 mm lengri en það er nú eins og það er.”

– 

Kambönd (fræðiheiti Lophodytes cucullatus) er lítill fugl af andaætt og eina tegund ættkvíslarinnar Lophodytes. Kambendur hafa kamb aftan á höfði sem getur þanist út eða dregist saman. Á karlfuglum er stór hvítur blettur á kambinum, höfuðið er svart og hliðar eru rauðbrúnar. Kvenfuglinn hefur rauðleitan kamp og höfuð og líkami eru að mestu grábrún. Varpsvæði kambanda eru í fenjum og vötnum í skóglendi í norðurhluta Bandaríkjanna og suðurhluta Kanada. Kambendur gera hreiður í trjástubbum nálægt vatni. Pörin myndast snemma veturs. Karlfuglinn yfirgefur kvenfuglinn skömmu eftir að hún hefur verpt og hún sér ein um útungun og ungauppeldi. Þegar ungar koma úr eggi þá yfirgefa þeir hreiðrið með móður sinni innan 24 klukkustunda og þeir geta þá kafað og fundið fæðu sjálfir en halda sig með móður sinni næstu fimm vikur. Kambönd hefur sést á tjörnum í Heiðmörk.

Auglýsing