KALDHÆÐNI HJÁ SÝSLUMANNI

    Brynja Bjarnadóttir skilaði inn erfðaskattsskýrslu til sýslumans fyrir fjórtán vikum en ekkert gerðist þar til allt í einu:

    “Náði loksins sambandi við einhvern starfsmann í gær og í lok samtalsins segir hann “Þú manst þetta síðan bara næst þegar þú skilar inn erfðaskattskýrslu.” Já bara næst,” segir Brynja sem missti föður sinn, Bjarna Eiríksson lögfræðing, fyrir nokkrum misserum.

    “Vonandi deyr mamma bara sem fyrst svo ég verði ekki búin að gleyma hvernig sýslumaður vill hafa skýrsluna sína.”

    Auglýsing