KALDHÆÐINN MARKVÖRÐUR TÓK TAXI

"Vona að kaldhæðnin nái í gegn."

“Mikið er gott og ódýrt að nýta sér leigubílaþjónustu. Það kostaði mig ekki nema 7.400 krónur að taka bíl upp í Grafarvog. Það tók alveg heilar 12 mínútur að keyra þetta svo það er ekkert eðlilega vel sloppið. Gjöf en ekki gjald myndi einhver segja. Vona að kaldhæðnin nái í gegn,” segir Lárus Helgi Ólafsson markvörður Fram í Olís­deild karla sem fékk fimmtán skot í höfuðið á þremur mánuðum.

Auglýsing