JÖRMUNDUR RÆNDUR

  Jörmundur Ingi Hansen kaupmaður, fagurkeri og fyrrum allsherjargoði Ásatrúarmanna hér á landi var rændur í verslun sinni á sunnudaginn og tapaði þar 120 þúsund krónum. Munar um minna.

  Vinur hans, Oddur F. Helgason ættfræðingur, hefur hrundið af stað söfnun fyrir Jörmund vegna þessa og ærin ástæða til. Oddur segir:

  Oddur ættfræðingur.

  Afbrotið hefur verið kært til lögreglu en er óvíst að maðurinn verður fundinn. Aðstæður málsins voru þannig að ræninginn var að skoða jakka í Fatamarkaður Jörmundar, og þegar hann dró upp pening til að borga þá reif hann í Jörmund þannig honum brá og náði ræninginn að hirða fjárhæð 120.000 kr. úr búðinni sem átti að nota í leigu á verslunarrýminu og endurbætur í verslun. 

  Jörmundur er á leið til Danmerkur í næsta mánuði meðal annars í rannsókn fyrir ORG, og kemur þetta rán sér sérlega illa fyrir þar sem þetta setur allt í óvissu, ekki síst vegna þess að lítið innstreymi er í verslun hans og erfitt verður að ná þessari upphæð fljótlega aftur.

  VIÐ í ORG viljum efla til söfnunar til þess að geta styrkt samstarfsmann okkar, meðal annars til að tryggja það að hann eigi leigu nokkra mánuði aftur í tímann og geti athafnað sig í Danmörku til að sinna þeirri rannsókn sem lagt var upp með.

  Kristján hjá okkur er ábyrgðarmaður fyrir þessum styrktarreikningi og sér til þess að Jörmundur fái tap sitt endurbætt. Við óskum eftir stuðningi samborgara okkar, þetta er sérlega slæmt mál. 
  Rkn.: 0115 05 062687 
  Kt. : 190296-2299

  Auglýsing