“Nú þegar ég er laus og liðug og í fanta formi finn ég að hingað streymir fólk. Ég elsa þessa vinnu. Þið eruð svo velkomin og vonandi verð ég einn daginn rík á þessu heilsudæm mínu,” segir Jónína Ben en mikill gangur er í detoxi hennar í Póllandi. Þar var á dögunum margt frægðarfólk í meðferð, dægurlagasöngkonan Helga Möller og fyrrum sakamaður, nú á réttum kili, Rúnar Ben Maitsland.
Og Jónína heldur áfram:
“Þarf ekki að drekka kampavín og éta kavíar en mig langar með barnabörnin á skíði. Þau eiga skrítna ömmu þessar elskur. En ég er frjáls og laus úr fjötrum öfgafólks.”