“Sumarfrí í Svíþjóð – ókeypis heitur pottur,” segir athafanamaðurinn Jónas F. Thorsteinsson sem búsettur hefur verið í Kaupmannahöfn um áratugaskeið.
Jónas bindur bagga sína yfirleitt ekki sömu hnútum og samferðamennirnir og útbjó þennan heita pott í sænsku skógarrjóðri með yfirgefið baðkar, vatnsslöngu og eld að vopni. Heldur betur huggulegt.
