JÓN ÓTTAR MEÐ SJÓNVARPSSERÍU UM BRIDGE

    “Þegar vinir hans halda að nú sé Jón Óttar loksins að fara að taka því rólega, ræðst hann í gerð alþjóðlegrar sjónvarpsseríu um bridge með öllum helstu heimsmeisturum og kennurum bridge-sögunnar og fjöldanum öllum af skemmtilegu fólki sem spilar bridge og eða tengist því,” segir Margrét Hrafns eiginkona Jóns sem stofnaði Stöð 2 en þau hjón hafa verið búsett í Bandaríkjunum um áratugaskeið.

    “Ferðalagið hefst í New York heima hjá Isaac Mizrahi sem hefur opnað heimili sitt fyrir tökuliði okkar og ætlar að leyfa okkur að mynda sig og vini sína spila þetta skemmtilega og merkilega spil. Fjallað verður um stórkostlegt afrek Íslendinga í bridge í seríunni.”

    Auglýsing