JÓN ÓTTAR (73)

Athafnaskáldið Jón Óttar Ragnarsson er afmælisbarn dagsins (73). Jón Óttar er sem kunnugt er búsettur erlendis og náðist ekki í hann við vinnslu afmælisfréttarinnar til að bjóða honum óskalag en eiginkona hans, Margrét Hrafnsdóttir, sagði þetta þegar henni var boðið það sama síðast þegar hún átti afmæli:

Þetta lag er í uppáhaldi þessa dagana. Kill em við kindness. Og fjallar um lífsbaráttu okkar allra, sigra og sorgir og lífið með öllum sínum uppákomum og þá dásamlegu hugmynd að í stað þess að við skylmumst við hvort annað með ljótum orðum og framkomu að þá sé best að svara með því að drekkja þeim í góðmennsku og kærleika. Gott lag í ræktinni!

Auglýsing