JÓN HELGI MEÐ GRÆNT LJÓS Í GARÐABÆ

    Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að veita Smáragarði ehf., kt. 600269-2599, leyfi til að byggja verslunar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði að Miðhrauni 24. Smáragarður er að fulli í eigu sömu aðila og eiga Norvik, það er að segja Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu sem lengst af var kennd við Byko.

    Byggingin við Miðhraun rís við helstu stofnleið höfuðborgarsvæðisins og í návígi við margar þekktustu stórverslanir landsins. Þarna verða verslanir, skrifstofur og stórt vöruhús, stærð lóðarinnar 14.000 fermetrar – sjá mynd.

    Auglýsing