Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Jóns Gnarr, dags. 5. júlí 2023, um að loka svölum hússins, á lóð nr. 4 við Marargötu, sem snúa í vestur þannig að úr verði sólstofa með opnanlegum gluggum.
–
Skipulagsfulltrúi segir:
Rétt er að hafa það í huga að breytingar á svölum breyta útliti húss og mikilvæg sérkenni geta raskast. Breyting getur verið afgerandi og haft neikvæð áhrif en einnig verið látlaus og þannig haft lítil áhrif eða jafnvel styrkt ríkjandi sérkenni hússins. Mikilvægt er útfæra lokunina á þeim forsendum að hún raski ekki upprunalegum byggingarstíl og útliti/hlutföllum hússins.
Niðurstaða
Ekki er gerð skipulagsleg athugasemd við erindið. Vanda skal við hönnun/útfærslu
svalalokunarinnar. Leggja þarf inn byggingarleyfisumsókn ásamt umsögn Minjastofnunar.
Ekki er gerð skipulagsleg athugasemd við erindið. Vanda skal við hönnun/útfærslu
svalalokunarinnar. Leggja þarf inn byggingarleyfisumsókn ásamt umsögn Minjastofnunar.