JB Á SPÍTALA – VILDI HELST EKKI HEIM

Jón Baldvin Hannibalsson (82) lenti á spítala um daginn þar sem hann dvaldi í nokkra daga í góðu yfirlæti – svo góðu að hann vildi helst ekki fara heim þegar var búið að lækna hann. Svo segir eiginkonan, Bryndís Schram:

“JB er kominn heim aftur og hefur lofað því að fara í göngutúra á morgnana – á eftir lýsinu. Honum líður mjög vel og átti þrjá dásamlega daga á Borgarspítalanum – sjö stjörnu hótel, segir hann! Honum var borinn hafragrautur með öðru gúmmulaði í rúmið á morgnana, gúllas í hádeginu og aftur á kvöldin. Brosandi konur vitjuðu hans reglulega, hagræddu koddanum og spurðu, hvort hann vanhagaði um eitthvað. Rúmið var æðislegt, hægt að hækka og lækka höfðalagið. Það kom sér vel, því að hann var með bók Kjartans Ólafssonar um sögu kommústa á Íslandi – hún vegur tíu kíló! Það lá við, að hann vildi ekki snúa heim aftur!”

Auglýsing