JÓN ÁSGEIR OG CO. VILJA BYGGJA Á BENSÍNSTÖÐVARLÓÐ Í BREIÐHOLTI

    Jón Ásgeir, Ingibjörg og bensínstöðvarlóðin í Breiðholti.

    Kaldalón sem er í eigu fjárfesta, þar á meðal Skel, fjárfestingarfélags Jóns Ásgeirs, Ingibjargar Pálma eiginkonu hans og félaga, á lóðina við Suðurfell 4, gamla bensínstöðvarlóð í hjarta Breiðholts þar sem nú er apótek og fleira. Nú á að byggja og erindi verið sent til borgaryfirvalda:

    “Suðurfell 4 – (fsp) breyting á hverfisskipulagi – USK23050106. Lögð fram fyrirspurn Fasteignastýringar ehf., dags. 8. maí 2023, ásamt bréfi Kaldalóns f.h. Fasteignastýringar ehf., dags. 8. maí 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 4 við Suðurfell sem felst í uppbyggingu á lóð, samkvæmt tillögu Kaldalóns, dags. 5. maí 2023. Vísað til umsagnar verkefnastjóra.”

    Kaldalónsteymið.

    Auglýsing