Róbert Ólafsson veitingamaður á Forréttabarnum á Nýlendugötu í hjarta Reykjavíkur er í startholunum með árlega jólaveislu sína sem hefst 20. nóvember.
“Við verðum með þríréttaða jólaveislu á aðeins 6.950 þar sem hægeldað andalæri verður í aðalhlutverki með aðventuplatta og desert,” segir veitingamaðurinn sem býst við örtröð ef marka skal aðventuaðsókn síðustu ára.
– Hægeldað andalæri?
“Það er með graskersmauki, hunangsgljáðum rótum, grænkáli, granat epli og kirsuberjasósu.”
Svo er það aðventuplattinn:
Lamba tartare (Brioche – gróft sinnep – dill mæjó).
Reykt villigæs (Döðlur – púrtvín – laufabrauð)
Villibráðar paté (Sítrus hrásalat – spírur)
Heitreyktur lax (Rösti – piparrót – límóna)
Marineruð síld (Rauðrófur – rúgbrauð – rjómaostur)