JÓLAVIÐVÖRUN ÍSLANDSBANKA

    Ekki er allt sem sýnist í Netviðskiptum.

    Íslandsbanki hefur að gefnu tilefni sent viðskiptavinum sínum aðvörun vegna viðskipta á Netinu þar sem segir:

    Framundan eru stórir verslunardagar í aðdraganda jóla og því mikilvægt að huga vel að öruggum viðskiptum með greiðslukortum, ekki síst þegar verslað er á netinu. Við hvetjum þig til að gæta fyllsta öryggis en hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa í huga.

     

    • Lestu skilaboðin vel
      Við fyrstu sýn geta SMS skilaboð eða tölvupóstar, sem send eru í annarlegum tilgangi, virst trúverðug. Hafðu samband við seljandann eða flutningsaðila ef grunur vaknar til að sannreyna að skilaboðin séu ósvikin.
    • Kynntu þér umsagnir á vefnum
      Það getur verið gott að kynna sér viðbrögð annarra áður en viðskipti eru stunduð á viðkomandi vefsíðu. Umsagnir gætu leitt í ljós hvort um svikasíðu er að ræða.
    • Öruggt vefsvæði
      Ekki gefa upp kortaupplýsingar þínar nema þú sért viss um að vera á öruggu vefsvæði. Hægt er að sjá á slóð vefsíðunnar hvort hún verji betur gagnaupplýsingar en þá hefst vefslóðin á „https“.
    • Of gott til að vera satt?
      Gættu þín á loforðum sem virðast of góð til að vera sönn. Þau gætu verið það.
    • Sannreyndu tölvupósta
      Hringdu í þann sem óskar eftir persónulegum upplýsingum eða kortaupplýsingum og sannreyndu þannig beiðnina. Boð um endurgreiðslu, arf eða tilboð þar sem farið er fram á upplýsingar um greiðslukort eru í mörgum tilfellum svikapóstar.
    • Fylgstu með í appinu
      Þú getur fylgst með öllum kortafærslum þínum í Íslandsbankaappinu og fryst það strax í appinu ef grunur um svik vaknar.
    Auglýsing