JÓI FEL SAGÐI LILJU ALFREÐS BRANDARA

  Jói Fel formaður Landsamband bakarameistara sló á létta strengi þegar Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fékk bita af fyrstu Köku ársins 2019 sem kynnt var í dag:

  “Við reynum alltaf að finna einhverja glæsilega konu til að afhenda fyrstu kökuna en ef við finnum hana ekki förum við í ráðuneytin.”

  Og bakararnir fóru í ráðuneytið og fundu Lilju.

  Það er Sigurður Már Guðjónsson í Benhöftsbakaríi sem á heiðurinn af kökunni en hún er þannig til komin:

  Jói Fel fylgist með menntamálaráðherra skera Köku ársins. Sigurður Már í Bernhöftsbakaríi hjálpar til.

  Landssamband bakarameistara efndi nýlega til árlegrar keppni um Köku ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins. Keppnin var haldin í samstarfi við Ölgerðina og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi bitter marsipan og appelsínutröffel frá Odense. Sigurkakan hlýtur nafnbótina „Kaka ársins 2019“.

  Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land miðvikudaginn 20. febrúar og verður til sölu það sem eftir er ársins.

  Auglýsing