JÓI FEL MEÐ DÝRUSTU BOLLUNA

Bolludagurinn er á mánudaginn og margir spenntir. Nokkrir aðilar á Netinu hafa gert verðkönnun á bollum og niðurstaða þeirra þessi:

“Hjá IKEA kostar vatnsdeigsbollann frá 195 krónum en flestar kosta þær annars staðar 395. Hjá  Hagkaup 379, hjá Reyni bakara Dalvegi 450 og hjá Jóa Fel  595 krónur.”

Ekki er tekið tilliti til bollugæða og kannski eru bollurnar hjá Jóa langbestar. Hver veit?

Auglýsing